- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rannsóknarmiðstöðin hefur síðastliðin 30 ár starfrækt net hröðunarmæla á helstu jarðskjálftasvæðum landsins. Tilgangurinn með netinu og mælunum er m.a. að endurbæta mat á jarðskjálftavá og gera raunhæfari staðla fyrir jarðskjálftahönnun. Á vegum Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði hafa síðastliðna áratugi farið fram umfangsmiklar rannsóknir á sviði jarðskjálftaverkfræði og hafa mælingar í hröðunarmælanetinu leikið þar stórt hlutverk. Þetta eru einu rannsóknir sinnar tegundar á Íslandi en vegna þess hve langur tími líður á milli stórra jarðskjálfta hér á landi þá er það mjög brýnt að mælitæki séu til staðar til að safna dýrmætum upplýsingum. Því meiri upplýsingar sem til eru um jarðskjálftaáraun, því raunhæfari hönnunarforsendur er hægt að setja fram fyrir mannvirkin okkar.
Flestar stöðvar Íslenska hröðunarmælanetsins eru á Suðurlandi en þar er eitt virkasta jarðskjálftasvæði landsins og þar eru upptök stærstu jarðskjálftanna. Því er það mjög mikilvægt að net hröðunarmæla verði til staðar þegar næsti stóri jarðskjálfti ríður yfir. Mikil áhersla er lögð á hafa mæla í háum byggingum, skólum, sjúkrahúsum, flugvöllum, veitumannvirkjum og öðrum mikilvægum mannvirkjum en einnig er lögð áhersla á góðra dreifingu stöðva.
Þar sem ekki er hægt að spá fyrir um það hvenær stórir skjálftar ríða yfir landið er mikilvægt að mannvirkin okkar standist kröfur og séu vel byggð til að takast á við jarðskjálfta. Þannig minnka líkur á tjóni og . Netið er því mikilvægur þáttur í að bæta hönnun og byggingu mannvirkjana okkar.
Nú sanda yfir endurbætur á hröðunarmælakerfinu sem hefur verið rekið frá því 1985. Eldri mælitækjum er skipt út fyrir ný og einnig er bætt við nýjum stöðvum og þar á meðal á Hvolsvelli.