- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í Hallgerðartúni er nú mikið líf og fjör enda byrjað að byggja í öllum hornum. Verkefnin eru á hinum ýmsu stigum, búið að stika út fyrir húsi, kominn grunnur á einum stað og svo risið eitt parhús. Svo er eitt hús alveg tilbúið og búið að flytja inn en við óskum fyrstu íbúum Hallgerðartúns hjartanlega til hamingju með það.
Lóðirnar renna út og nú hefur verið auglýst útboð fyrir 2. hluta gatnagerðar í götunni þannig að stutt er í að næsti hluti lóða fari í auglýsingu.