- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Árni Árnason, arkitekt, er með þætti á N4 sem heita Húsin í Bænum. Þar gengur Árni um bæjarfélög, skoðar umhverfið og húsin og segir sína skoðun á því sem fyrir augu ber.
Árni heimsótti Hvolsvöll í síðasta þætti og leist vel á þorpið. Skemmtileg hús og falleg græn svæði. Árni talaði sérstaklega um mastrið sem stendur við gamla pósthúsið, það ætti að vera tákn bæjarins. Einnig fór Árni fögrum orðum um stígakerfi bæjarins sem og Heilsustíginn okkar góða.
Þáttinn má finna hér: Húsin í bænum - Hvolsvöllur