Hvolsskóli auglýsir eftir umsjónarkennara á elsta stig

Starfshlutfall er umsemjanlegt en getur verið allt upp í 100%. Um er að ræða tímabundna ráðningu.

Hæfniskröfur:

Umsækjandi þarf að búa yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði og metnað fyrir starfi sínu. Hann þarf einnig að hafa gott vald á íslenskri tungu, vera við góða heilsu, vera jákvæður og tilbúinn að starfa eftir þeim stefnum og gildum sem eru í Hvolsskóla.

Fylgigögn með umsókn:

Ferilskrá:

  • Upplýsingar um menntun – leyfisbréf.
  • Upplýsingar um fyrri störf.
  • Upplýsingar um meðmælendur.

 

Menntunarkröfur og starfsvið:

B.Ed. gráða eða M.Ed. og heimild til kennslu í grunnskóla

  • Umsjón með bekk/nemendahópi með þeim skyldum sem felast í því starfi.
  • Samskipti við foreldra.
  • Seta í teymum/nefndum eftir því sem við á.

 

Hvolsskóli er grunnskóli í Rangárþingi eystra. Þar eru um 240 nemendur í 1.-10. bekk og eru um 45% þeirra að koma með skólabíl á morgnana. Skólinn starfar undir merkjum Uppeldis til ábyrgðar, ART og er Grænfánaskóli, Heilsueflandi grunnskóli og Kötlu jarðvangs – UNESCO skóli. Frekari upplýsingar er að finna á heimsíðu skólans: www.hvolsskoli.is

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 488 4240 eða á netfanginu skolastjori@hvolsskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí 2019 og skulu umsóknir berast á skrifstofu skólans eða á netfangið skolastjóri@hvolsskoli.is ásamt umbeðnum fylgigögnum.