- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Föstudaginn 4. nóvember sl. tók Hvolsskóli við grænfánanum í 7. sinn en grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfisverndarverkefni, sem stýrt er af Landvernd. Hvolsskóli flaggaði fánanum fyrst árið 2008. Það var Ósk Kristinsdóttir frá Skólum á grænni grein sem kom og afhenti fánann og umhverfisnefnd skólans tók á móti honum.
Í dag eru um 200 skólar á Íslandi sem taka þátt í þessu verkefni, frá leikskóla til háskóla.
Í lok athafnarinnar söng Tröllakór Hvolsskóla (nemendur í 1.-4. bekk) nokkur lög.