- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í gær fór fram undanúrslitariðill 1 í Skólahreysti, svokallaður Suðurlandsriðill. Hvolsskóli sendi vaska sveit keppenda á staðinn undir dyggri stjórn Lárusar og Helga Jens, íþróttakennara skólans. Leikar fóru þannig að Hvolsskóli sigraði riðilinn eftir hörkukeppni með 57 stig, í öðru sæti var Flóaskóli með 53 stig og í þriðja sæti Grunnskólinn á Hellu með 52 stig.
Í liði Hvolsskóla að þessu sinni voru þau Birta Sigurborg Úlfarsdóttir, Þórdís Ósk ÓIafsdóttir, Bjarni Már Björgvinsson og Óli Guðmar Óskarsson. Varamenn voru Sunna Lind Sigurjónsdóttir og Ívan Breki Sigurðsson. Meðfylgjandi mynd tók María Rósa Einarsdóttir.
Keppt hefur verið í Skólahreysti síðan 2005 en Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla. Keppt er í eftirfarandi keppnisgreinum: