- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Starfsmenn Römpum upp Ísland hafa verið við vinnu á Hvolsvelli í vikunni og í gær, fimmtudaginn 8. september, luku þeir við síðasta rampinn í þessari lotu.
Fyrirtækin Björkin, Búvöruverslun SS, Hárgreiðslustofan Dís og Midgard hafa nú verið römpuð upp og nú er þar aðgengi fyrir alla sem að er glæislegt framtak.
Rangárþing eystra hefur einnig ákveðið að fylgja í kjölfarið og rampa upp við starfsstöð VISS og við skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 4 en þar þarf fyrst að fara fram meiri hönnunarvinna sem nú þegar er farin af stað.