- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rangárþing eystra óskar eftir hugmyndum frá íbúum fyrir sundlaugarsvæðið á Hvolsvelli
Sveitarfélagið Rangárþing eystra stendur fyrir íbúakönnun og hvetur alla íbúa og notendur sundlaugarinnar á Hvolsvelli til að leggja sitt af mörkum. Sveitarfélagið óskar eftir tillögum að umbótum á núverandi aðstöðu eða jafnvel viðbótum sem þú vilt sjá á svæðinu.
Rangárþing eystra leitast við að safna tillögum frá ykkur, íbúum og notendum, um leiðir til að gera sundlaugarsvæðið á Hvolsvelli enn meira aðlaðandi og notendavænt.
Aðeins tekur nokkrar mínútur að svara könnuninni og þú getur haft raunveruleg áhrif á framtíð sundlaugarsvæðisins. Með því að taka þátt ertu að hjálpa til við að móta þjónustu og aðstöðu sem hentar þörfum samfélagsins.
Við hvetjum þig til að deila þessari könnun með fjölskyldu og vinum, og að sjálfsögðu að taka þátt og deila þínum hugmyndum. Saman getum við gert sundlaugarsvæðið á Hvolsvelli enn skemmtilegri stað fyrir alla.
Sundlaugarsvæðið á Hvolsvelli er þegar vel útbúið með tveimur heitum pottum og einni vaðlaug, auk 25×10,60 metra sundlaugar. Þar er einnig 47,5 metra vatnsrennibraut sem hefur veitt gestum gleði síðan hún var sett upp árið 2008.
Könnuninni líkur 1. september n.k.