- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Mikið álag er á kaldavatnsveitum sveitarfélagsins um þessar mundir og því biðlum við til íbúa og fyrirtækja að fara sparlega með vatn. Álagið er mest á veiturnar yfir miðjan daginn, þess vegna myndi það hjálpa mikið ef vökvun garða yrði framkvæmd að kvöldi til.
Einnig eru þeir aðilar sem eru með brynningar fyrir skepnur beðnir um að yfirfara sinn búnað og koma í veg fyrir sírennsli.
Með fyrirfram þökk og ósk um góð viðbrögð við þessari beiðni, Vatnsveita Rangárþings eystra.