- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á hverju ári á Íslandi slasast hundraðir einstaklinga á Íslandi í umferðarslysum og þar af einhverjir sem látast eða slasast alvarlega. Unnt er að sporna við umferðarslysum á ýmsa vegu en til að ná góðum árangri er mikilvægt að skilja vandamálin til að geta fyrirbyggt slysin. Við slíka vinnu er lögð áhersla á það að koma í veg fyrir slys og að milda afleiðingar þeirra þegar þau gerast.
Rangárþing eystra vinnur nú að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið samhliða endurskoðun aðalskipulags. Markmið áætlunar er að búa til aðgerðaráætlun til að vinna að bættu umferðaröryggi í sveitarfélaginu, fækka slysum og auka lífsgæði íbúa sem og annarra sem ferðast um sveitarfélagið. Við gerð áætlunarinnar er mikilvægt að kynna áætlunina fyrir íbúum sveitarfélagsins, gefa íbúum innsýn í greiningarvinnu á stöðumati og í kjölfarið gefa íbúum tækifæri á því að koma með athugasemdir um hættustaði og hindranir í gatnakerfinu. Umferðaröryggi snýst að miklu leyti um hegðun íbúanna í umferðinni. Kortlagningin hættustaða þarf því ekki bara að taka mið af því hvar slysin gerast heldur líka taka mið af upplifun vegfarenda á varasömum stöðum og hindrunum í gatnakerfinu. Slíkar ábendingar eru mikilvægur grundvöllur fyrir skipulagningu sveitarfélagsins. Með virkri þátttöku vonumst við til þess að auka almennan skilning á vinnu sveitarfélagsins í þágu öryggis sem vonandi leiðir af sér örugga hegðun í umferðinni.
HÉR er kynning á stöðumati og þeirri greiningarvinnu sem nú þegar hefur farið fram í sveitarfélaginu.
Hægt verður að senda inn ábendingar um hættustaði í gegnum vefsíðu HÉR
Vefsíðan verður aðgengileg næstu tvær vikurnar, eða til og með 6. desember 2020.