- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Frá 15. apríl s.l. hefur staðið yfir innleiðing á tengingu á stafrænu pósthólfi við island.is við embætti skipulags- og byggingafulltrúa Rangárþings eystra. Nú er innleiðingarferlinu lokið og því ættu öll skjöl sem tengjast embættinu að vera aðgengilega á island.is
Um mikið framfaraskref er að ræða í þjónustu sem eykur hraða og skilvirkni í birtingu á ábyrgðarbréfum og öðrum gögnum sem ber að birta samkvæmt lögum.
Allir einstaklingar sem fá útgefna kennitölu og allir lögaðilar sem skráðir eru í fyrirtækjaskrá hafa aðgang að sínu eigin stafræna pósthólfi.
Samkvæmt lögum 105/2021 er opinberum aðilum, þ.e. ríki, sveitarfélögum, stofnunum þeirra og öðrum opinberum aðilum, skylt að birta gögn i stafrænu pósthólfi stjórnvalda eigi síðar en 01.01.2025. Samkvæmt sömu lögum teljast gögn birt viðtakanda þegar gögnin eru aðgengileg í pósthólfi hans og á ábyrgð viðtakanda að fylgjast með hvort þeir eigi skjöl frá hinu opinbera í pósthólfi sínu. Unnið er að innleiðingu pósthólfsins samkvæmt sérstakri innleiðingaráætlun.
Ástæða er til að hvetja alla landsmenn til að kynna sér pósthólfið sem þeir eiga nú þegar á island.is. Einfaldasta og þægilegasta leiðin er að ná sér í island.is – appið til að hafa aðgang að pósthólfinu í símanum sínum og fá þar inn tilkynningar ef ný skjöl berast þeim í pósthólfið. Einnig er hægt að stilla pósthólfið þannig að það sendi hnipp til eiganda pósthólfsins með tölvupósti eða SMS skeyti þegar nýtt skjal hefur komið inn í pósthólf viðkomandi.