- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Íþrótta- og æskulýðsstarfið er komið á fullt og í vetur verður margt í boði í sveitarfélaginu.
Samfella íþróttafélaga og Hvolsskóla.
Undanfarin ár hefur verið starfrækt svokölluð samfella í samstarfi íþróttafélaganna og Hvolsskóla. Ýmsir möguleikar eru í boði en auðvitað stjórnast framboðið af úrvali leiðbeinenda og þjálfara hverju sinni. Samfellustarfið hefst mánudaginn 28. ágúst og fer í frí föstudaginn 15. desember.
Samfellan fer þannig fram að íþróttafélögin KFR, Dímon, Skotfélagið Skyttur og Judofélag Suðurlands bjóða upp á æfingar áður en síðasti skólabíll fer heim þannig að nemendur Hvolsskóla geta stundað sínar æfingar að einhverju leyti strax eftir skóla. Einnig eru æfingar eftir að síðasti skólabíll fer en reynt er að stilla samfellunni þannig að yngsta stig hafi lokið sínum æfingum innan þess tíma er skólabíll keyrir.
Æfingar fara fram í íþróttahúsinu, Hvolnum, Rafíþróttahúsnæðinu og í æfingahúsnæði Skyttna undir Krónunni. Skráningar fara almennt fram í gegnum Sportabler en fyrst um sinn þarf að skrá í júdó í gegnum netfangið jsjudo@jsjudo.is.
Fullorðnir
Eins og sést í stundatöflunni hér fyrir neðan þá eru ýmsar íþróttir í boði fyrir fullorðna. Dímon/Hekla heldur úti öflugu kvennablaki en þær æfa bæði á Hvolsvelli og Hellu. Old boys tímar í fótbolta eru á fimmtudagskvöldum og Skytturnar bjóða bæði upp á tíma í loftskammbyssu fyrir 20+ og svo opna æfingatíma. Á þriðjudögum og fimmtudögum eru þær Unnur Lilja og Anna Rún með sundleikfimi og Anna Rún er einnig með morgunleikfimi í íþróttahúsinu.
Ekki má svo gleyma opnum tímum í badminton á laugardögum milli 10:00-12:00.
Hreyfing fyrir 60+ aldurshópinn
Drífa Nikulásdóttir hefur umsjón með Heilsueflingu 60+ í Rangárvallasýslu. Á Hvolsvelli eru tímar í Íþróttahúsinu á miðvikudögum og föstudögum kl. 14:00. Þátttaka í þessum tímum er án endurgjalds.