- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Frjálsíþróttasamband Ísland hefur nú birt á heimasíðu sinni úrvalshóp FRÍ 2023/2024.
Frjálsíþróttadeild Dímonar á fulltrúa í hópnum en Ívar Ylur Birkisson náði á síðasta keppnistímabili á lámörkum í 3 greinum í Hástökki með 1,81 m, 100 m. grindahlaupi á tímanum 14,13 sek og í 300 m. grindahlaupi á tímanum 44,04 sek.
Á heimasíðu FRÍ má sjá upplýsingar um úrvalshópinn.
Markmiðið með Úrvalshópi FRÍ er að sporna gegn brottfalli unglinga og ungmenna úr frjálsíþróttum með því að gefa þeim eitthvað skemmtilegt að keppa að og skapa þeim vettvang til að kynnast utan keppni og mynda vináttu og tengsl óháð íþróttafélagi. Markmiðið er líka gera íþróttamenn meðvitaða um þá vinnu sem þarf til að ná árangri í íþróttinni, hvort heldur sem andlega eða líkamlega.
Val í hópinn:
Að hausti er nýr hópur valinn út frá árangri sumarsins en árangursviðmið er að finna hér. Hópurinn er fyrir 15-19 ára en að hausti eru teknir inn keppendur í flokkunum 14-18 ára, þ.e. þeir sem færast upp í aldursflokka 15-19 ára um áramótin. Miðað er við árangursviðmið fyrir 15 ára við val á 14 ára keppendum í hópinn. Að loknu innanhússkeppnistímabilinu á vorin er tilkynnt hverjir bættust við í hópinn og fellur þarf af leiðandi enginn úr hópnum yfir veturinn en að hausti er nýr hópur valinn. Listi yfir þá sem náð hafa lágmörkum skal fyrst sendur til þjálfara til að gefa þeim tækifæri til tilnefninga í hópinn, t.d. einhver sem hefur verið í hópnum en gat ekki keppt um sumarið vegna meiðsla eða fulltrúa frá fámennum félögum úti á landi. Veita skal þjálfurum viku frest til tilnefninga. Að því loknu skal tilkynna hópinn og dagskrá vetrarins.
Rangárþing eystra óskar Ívari Yl innilega til hamingju með árangurinn.