- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ef íbúar og gestir þeirra hafa áhuga á að fara á jólaball núna milli jóla og nýárs þá er það ekki mikið vandamál því fjögur jólaböll verða haldin í sveitarfélaginu.
Njálsbúð:
Árlegt jólaball kvenfélagsins Bergþóru verður haldið í Njálsbúð fimmtudaginn 28. desember klukkan 13:30. Fyrst er helgistund í Akureyjarkirkju og að henni lokinni er dansað kringum jólatréð.
Goðaland:
Jólaball Kvenfélagsins Hallgerðar verður í Goðalandi þann 28. desember nk. kl. 15:00 - 17:00.
Gunnarshólmi:
Umf. Dagsbrún heldur jólaball í Gunnarshólma, fimmtudaginn 28. desember kl. 18:00.
Heimaland
Kvenfélagið Eygló heldur jólaskemmtuná Heimalandi þann 30. desember kl. 14:00. Jólastemning með jólasveinum og kaffihlaðborð.