- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Kæru íbúar Rangárþings eystra.
Nú fara jólin að bresta á og það styttist í að við tökum fagnandi á móti nýju ári. Það eru spennandi tímar framundan og það er aðdáunarvert að sjá þann kraft sem býr í íbúum Rangárþings eystra í allri þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað og framundan er. F.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra sendi ég ykkur öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur og megi komandi tímar verða ykkur gæfuríkir. Samstarfsmönnum okkar hjá Rangárþingi eystra þakka ég sérstaklega fyrir góða samvinnu, dugnað og elju á árinu sem er að líða.
Anton Kári Halldórsson
Sveitarstjóri Rangárþings eystra