- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Kven´félagið Eygló hefur tekið þá ákvörðun að áður auglýst jólaskemmtun sem vera átti 30. desember á Heimalandi hefur verið aflýst eftir að samkomutakmarkanir voru hertar. Kvenfélagið óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með þökk fyrir árið sem er að líða.
Ungmennafélagið Dagsbrún hefur einnig tekið þá ákvörðun að aflýsa fyrirhuguðu jólaballi sem stóð til að halda þann 27. desember í Gunnarshólma vegna sömu breytinga á sóttvarnarreglum. Stjórn ungmennafélagsins óskar öllum gleðilegra jóla og farsælda á komandi ári og ´vonar að hægt verði að hittast hress við fyrsta tækifæri.