- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Framleiðsla á hangikjöti er að fara í gangi þessa dagana og svo fer þungin að aukast jafnt og þétt fram í byrjun desember þegar hámarki er náð í jólaösinni. SS er að selja mikið af sælkera- og jólapökkum til fyrirtækja enda mikið úrval af pökkum af ýmsum stærðum og gerðum. Það má reikna með því að SS framleiði uþb. 210.000 matarskammta fyrir hátíðarnar. Fólk vill halda fast í hefðirnar og breytir ekki miklu í matseldinni fyrir jólin.
Vefur Sláturfélags Suðurlands hefur nú tekið á sig jólalegan blæ og þar má finna upplýsingar um vinsælasta jólamatinn, uppskriftir og annan skemmtilegan fróðleik.