- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Kæru íbúar,
Nú fer að líða að jólum og við leitum að fallegu grenitré til að prýða miðbæjartúnið okkar. Það er hefð hjá okkur að óska eftir því að einhver sem er með grenitré í garðinum sínum og vill losna við það, gefi það til okkar.
Ef þú átt grenitré sem þú vilt gefa, vinsamlegast hafðu samband við okkur á skrifstofunni eða senda tölvupóst á simmi@hvolsvollur.is
Við munum sjá um að sækja tréð og koma því fyrir á miðbæjartúninu.
Við hlökkum til að sjá miðbæinn skarta sínu fegursta í jólabúningi! 🌟
Það voru þau Ásta Halla Ólafsdóttir og Garðar Þorgilsson sem gáfu tréð í fyrra. Tréð var gróðursett í garðinum þeirra 1973 og var þá orðið 50 ára þegar það fékk að prýða miðbæjartúnið um síðustu jól.
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir af því þegar jólatréð okkar í fyrra var sótt og kveikt var á jólaljósunum.