- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Karlakór Rangæinga heldur sína árlegu vortónleikaröð dagana 9. - 12. apríl nk. Að þessu sinni mun hin ástsæli Álftagerðisbróðir, Óskar Pétursson, syngja með kórnum.
Það er Guðjón Halldór Óskarsson sem að stjórnar kórnum og undirleikari er Glódís Margrét Guðmundsdóttir.
Tónleikarnir verða á eftirfarandi stöðum:
9. apríl í Salnum Kópavogi, kl. 20:00.
10. apríl í Skálholti, kl. 20:00.
11. apríl í íþróttahúsinu í Þykkvabæ, kl. 20:00.
12. apríl í félagsheimilinu Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri, kl. 17:00.