- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Símamótið var haldið fyrst haldið árið 1985 og var þetta því í 35. skipti sem mótið er haldið. Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna. Keppendur eru um 2.000 og þar með er Símamótið stærsta knattspyrnumót landsins. Að þessu sinni fór mótið fram á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogi.
Mótið í ár var það stærsta til þessa og stækkaði um tæp 5% frá því fyrra.
Það mættu 344 lið til leiks frá 41 félagi og leiknir voru 1376 leikir.
KFR sendi tvö lið úr 7. flokki, tvö lið úr 6. flokki og tvö úr 5. flokki en samtals voru það um 45 stelpur.
Bæði liðin úr 7. flokki unnu sinn riðil og fengu því bikar.
Þjálfari þeirra er Sandra Sif Úlfarsdóttir en á mótinu var það Assa Ágústsdóttir sem stjórnaði liðunum.
7. flokkur lið 1
Stúlkur 6 og 7 ára