Íþróttafélagið Dímon og Knattspyrnufélag Rangæinga bjóða Grindvíkingum sem eru með tímabundna búsetu á svæðinu á æfingar hjá félögunum.

Dímon býður upp á körfubolta, frjálsar, badminton, fimleika, rafíþróttir, blak, borðtennis, sund, glímu og styrktaræfingar. Svo má ekki gleyma Ringó fyrir 16 ára og eldri og Íþróttaskólanum fyrir leikskólaaldur.

KFR er með æfingar fyrir yngri og eldri flokka. 3. - 7. flokkur eru kynjaskiptir en 8. flokkur æfir saman. Einnig eru æfingar fyrir fullorðna.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi æfingar eða annað er tengist íþróttafélögunum má endilega hafa samband.

http://kfrang.is
tinnaerlings@gmail.com

Facebook síða KFR

 

https://www.dimonsport.is
sigurdurkrjensson@gmail.com

Facebook síða Dímon