- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rangárþing eystra auglýsir eftir aðilum í tvenn verkefni fyrir Kjötsúpuhátíðina 2019 sem haldin verður 30. ágúst – 1. september.
Viðburðarstjórnandi
Auglýst er eftir áhugasömum einstakling eða litlum hóp til að halda utan um Kjötsúpuhátíðina 2019. Starf viðburðastjórnanda er að sjá um undirbúning og skipulagningu fyrir Kjötsúpuhátíð, m.a. dagskrárgerð, gerð kynningarefnis fyrir hátíðina og utanumhald á hátíðinni sjálfri.
Umsækendur þurfa að vera með góðan drifkraft og eiga auðvelt með að vinna sjálfstætt sem og með öðrum. Reynsla af viðburðastjórnun er æskileg. Með umsókninni þurfa að fylgja hugmyndir að dagskrá fyrir hátíðina og kostnaðaráætlun.
Viðburðastjóri fyrir Kjötsúpuhátíð vinnur náið með Markaðs- og kynningarfulltrúa og Menningarnefnd Rangárþings eystra.
Ballhaldari fyrir Kjötsúpuball.
Auglýst er eftir vönum einstakling eða litlum hóp til að sjá um að halda Kjötsúpuballið 2019 en ballið er laugardaginn 31. ágúst.
Umsjónarmaðurinn sér algjörlega um allt er viðkemur ballinu, þ.e. útvega öll leyfi, starfsmenn, hljómsveit, halda utan um miðasölu og allt kynningarstarf. Kjötsúpuballið verður því algjörlega á ábyrgð þess aðila er sækir um að halda það.
Umsóknarfrestur fyrir bæði verkefnin er til 1. júní 2019.
Senda skal umsóknir á netfangið arnylara@hvolsvollur.is.