- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nú stendur yfir könnun á búsetusögu, lífsgæðum og fyrirætlunum um framtíðarbúsetu í bæjum og þorpum með færri en 2.000 íbúa.
Tilgangur könnunarinnar er að auka skilning á sérstöðu og áskorunum þessara byggðarlaga og styðja við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum.
Við þurfum a.m.k. 30% svörun í viðkomandi byggðarlögum hverjum landshluta og höfum nú þegar náð 22% á landsvísu. Í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum er svörunin hins vegar aðeins um 11% að meðaltali.
Svörunin hefur verið frábær á Kirkjubæjarklaustri en okkur vantar mun fleiri svör frá öllum öðrum byggðakjörnum á þessum svæðum. Sömuleiðis vantar fleiri svör frá íbúum af erlendum uppruna, en aðeins örfá svör hafa borist við pólskum og enskum spurningalistum.
Öll hjálp væri afar vel þegin - til dæmis með því að hnippa í vini og kunningja í þessum byggðarlögum eða jafnvel deila könnuninni inn á facebook síður einstakra byggðakjarna.
KÖNNUNIN Á ÍSLENSKU: www.byggdir.is
SURVEY IN ENGLISH: www.byggdir.is/english
ANKIETA W JĘZYKU POLSKIM:www.byggdir.is/polski