- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Vegna niðurstöðu fyrri könnunar á staðsetningu nýs körfuboltavallar við Hvolsskóla og áskoranir um stærri völl ákvað sveitarfélagið að setja fram aðra könnun. Bent er á að könnunin er opin til 4 júní nk.
Á ungmennaþingi sem haldið var í nóvember 2023 var eitt af því sem kom fram í hópnum ,,Umhverfi og skipulag“ óskir um nýjan körfuboltavöll.
Síðustu mánuði hefur staðið yfir hönnunar og útfærslu á nýjum körfuboltavelli og nú liggja fyrir tillögur að staðsetningu vallarins og óskar skipulags- og byggingarfulltrúi eftir aðkomu íbúa sveitarfélagsins og þá sér í lagi ungmenna við það að ákvarða hvar best sé að hafa völlinn.
Allar eru tillögurnar á skólalóð Hvolsskóla en nokkrar staðsetningar koma til greina.
Hér má finna slóð á skoðanakönnunina um staðsetningu vallarins.