Í ljósi nýrra aðstæðna sem við upplifum nú í dag hef ég ákveðið að reyna auðvelda þeim sem eru í áhættuhóp innkaup sín. Starfsmenn Krónunnar ætla að bjóða fram aðstoð sína með því að taka til vörur fyrir viðskiptavini (eins og er þá er ekki hægt að bjóða slíka þjónustu fyrir alla þess vegna leggjum við áherslu á viðskiptavini okkar sem eru í áhættuhóp.)

Ferlið myndi virka þannig:

• Þið sendið mér innkaupalista til mín í tölvupósti eða skilaboðum E-mail: gudmundur@kronan.is Sími: 822-7083

• Við týnum vörurnar saman, skönnum allar vörurnar á kassa og höfum tilbúið í poka fyrir ykkur

• Ég sendi ykkur staðfestingu þegar vörurnar eru tilbúnar og geymi þær inná kæli.

• Þið komið í búðina gefið ykkur fram við kassastarfsmann og þið borgið og farið með vörurnar út.

 

Ég vona að þetta hjálpi okkur og auðveldi okkar viðskiptavinum sem eru í áhættuhóp eða eru kannski veikir fyrir.

 

Baráttukveðjur
Guðmundur Jónsson Verslunarstjóri