- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Kvenfélagið Eining er komið vel á veg með áheitaprjónið sem þær hófu í október. Yfir 100 stykkki hafa nú þegar verið prjónuð. Konurnar hittast á Loftinu einu sinni í viku og prjóna og svo prjónar auðvitað hver í sínu horni heima. Kvenfélagskonunum hefur borist mikið magn af garni frá ýmsum aðilum og einnig eru þó nokkrar konur utan félags að prjóna með okkur. Þetta er ómetanlegur stuðningur. En alltaf er pláss fyrir fleiri viljugar hendur. Dreifibréf fer af stað inn á heimili á Hvolsvelli í vikunni og vonumst við til að íbuar sjái sér fært að veita okkur smá styrk í formi áheits. Prjónið verður síðan gefið þeim sem minna mega sín en ágóðinn af áheitinu rennur til Björgunarsveitarinnar Dagrenningar.
Áheitið er hægt að leggja inn á reikningsnr. 0133-15-000289 kt. 540601-2750