- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Áheitaprjón er ekki algeng leið til fjáröflunar en konurnar í Kvenfélaginu Einingu í Hvolhrepp ákváðu á haustfundi sínum að efna til áheitaprjóns. Í því ástandi sem nú er í samfélaginu er ekki hægt að fara í hefðbundnar fjáraflanir og kvenfélagskonurnar leituðu því annarra leiða.
Áheitaprjónið virkar þannig að fyrirtæki og einstaklingar geta heitið á kvenfélagskonurnar að klara 300 prjónaða hluti fyrir 1. febrúar 2021. Handverkið verður svo gefið áfram til þeirra sem minna mega sín, t.d. í Kvennaathvarfið, Konukot og fl. Þeir peningar sem safnast svo með áheitum verða gefnir björgunarsveit á Suðurlandi. Þar með er þetta þreföld gjöf, konurnar gefa vinnu og efni, gefa síðan þeim sem minna mega sín afraksturinn og að lokum fær björgunarsveit áheitaféð sem safnast.
Allar konur sem vilja geta tekið þátt í þessu verkefni og hjálpað kvenfélaginu að ná þessu markmiði og þar með unnið að því að gleðja aðra. Þær sem vilja taka þátt geta haft samband við Margréti Tryggvadóttur, formann kvenfélagsins, á netfangið mtrygg@ismennt.is eða í síma 824 8889.
Áætlað er að samtals muni 1200 vinnustundir fara í verkið eða um 30 dagar og tekið verður við áheitum til janúarloka 2021.
Söfnunarreikningur Áheitaprjónsins er: 0133-15-000289 og Kennitala: 540601-2750.