- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Kynningar á Héraðsskjalasafni Rangæinga og Vestur – Skaftfellinga og aðgengi að gögnum sem eru í varðveislu safnsins og tengdum stofnunum verða í Njálsbúð mánudaginn 7. mars og Gunnarshólma þriðjudaginn 8. mars kl. 13:30.
Í 4. grein reglugerðar um héraðsskjalasöfn segir að afhendingarskyldir aðilar séu meðal annars sóknarnefndir, búnaðarfélög, búfjárræktarfélög, íþrótta- og ungmennafélög og önnur menningarfélög.
Úr Landeyjum hafa skjöl frá eftirtöldum aðilum ekki skilað sér: Hreppsbók VL. 1931-1941. Gögn fræðslunefndar VL, Búnaðarfélaga, Nautgripa-, Hrossa-, og Fjárræktarfélaga, umf. Njáls og Dagsbrúnar, kvenfélaganna Bergþóru og Freyju, Slysavarnad. Báru og Þróttar og Sóknarnefnda Akureyjar og Krosskirkna.
Einnig er tekið til varðveislu gögn frá einstaklingum.
Einar G. Magnússon Héraðsskjalavörður.