- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Laufey Hanna Tómasdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri fyrir verkefnið Barnvænt samfélag hjá Rangárþingi eystra. Laufey Hanna tekur við störfum af Gyðu Björgvinsdóttur sem hefur stýrt verkefninu frá upphafi. Laufey er nú þegar forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins og samræmast þessi tvö störf mjög vel.
Rangárþing eystra þakkar Gyðu kærlega fyrir hennar störf og óskar henni velfarnaðar.