- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
100% stöður deildarstjóra frá 6. ágúst 2019
Starfssvið: Starfar samkvæmt starfslýsingu og í samráði við leikskólastjóra.
Menntunarkröfur: Leikskólakennaramenntun. Menntun og/eða reynsla á sviði stjórnunar er æskileg.
100% stöður leikskólakennara frá 6. ágúst 2019.
Starfssvið: Starfar samkvæmt starfslýsingu og í samráði við leikskólastjóra.
Menntunarkröfur: Leikskólakennaramenntun.
Hæfnikröfur kennara:
- Búa yfir góðri færni í mannlegum samskiptum,
- Hafa góða íslenskukunnáttu
- Sýna frumkvæði, sveigjanleika, sjálfstæði og metnað fyrir starfi sínu.
- Þeir þurfa að vera tilbúnir til að vinna að uppeldi og menntun barna í samræmi við námskrá og í nánu samstarfi við stjórnendur. Ekki er verra ef viðkomandi hefur eilítið gaman af lífinu og er brosmildur.
Leikskólinn Örk er 5 deilda leikskóli þar sem starfa rúmlega 100 hressir nemendur og 35 glaðir kennarar og starfsmenn. Uppeldisstefna Arkarinnar byggir á hugmyndafræði hugsmíðahyggju. Hugmyndafræðin felur í sér að börnin séu leitandi og gagnrýnin og tileinki sér þekkingu og skilning með ígrundun, lausnaleit, rökhugsun og að þau læri að nýta sér það í leik og starfi og taka ígrundaðar ákvarðanir sem byggðar eru á þekkingu þeirra og gildismat.
Umsóknarfrestur er til og með 27. maí nk. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.
Umsóknum skal skila ásamt ferilskrá og meðmælum á heimasíðu leikskólans http://ork.leikskolinn.is/ undir flipanum - Uppslýsingar – Starfsumsóknir.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum FL við SÍS. Fáist ekki leikskólakennarar er heimilt að ráða aðra í stöðurnar til eins árs. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri í síma 488 4270 eða með tölvupósti á leikskoli@hvolsvollur.is.