- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
„Leiðsögn á jarðvangi – Katla Geopark“ er námskeið sem framundan er í samvinnu Kötlu jarðvangsins, Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands.
Námskeiðið hefst 26. febrúar og verður kennt í fjarkennslu, auk tveggja heilla daga þar sem hópurinn hittist að Skógum.
Þátttakendur verða þjálfaðir í leiðsögutækni og fræddir um jarðfræði og menningu Mið- og Suðausturlands, þannig að þeir verði hæfari til að leiða og fræða hópa um svæðið. Hinn nýstofnaði Katla jarðvangur nær yfir Skaftárhrepp, Mýrdalshrepp og Rangárþings eystra. Áhersla er lögð á vandaða náttúrutengda ferðaþjónustu þar sem jarðfræðin er rauði þráðurinn. Umsókn um aðild að European Geopark Networks liggur inni hjá evrópusamtökunum, en slík aðild hefur mikið markaðslegt gildi, auk þess að vera leiðbeinandi um góða og vandaða uppbyggingu. Heimasíða jarðvangsins er http://www.katlageopark.is
Íbúar jarðvangssvæðisins eru hvattir til að nýta sér hið frábæra tækifæri sem námskeiðið er og ekki síður að hvetja fólk í kringum sig til hins sama. Ljóst er að mikið þörf er á aukinni afþreyingu á svæðinu okkar og vonandi styður þetta einhverja í að koma góðum hugmyndum í framkvæmd.
Verðinu er stillt í hóf, 10.000 krónur, en um er að ræða 36 kennslustunda námskeið.
Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Fræðslunets Suðurlands, http://www.fraedslunet.is sem og á heimasíðu Kötlu jarðvangsins. Þá er auglýsingu um námskeiðið að finna aftast í bæklingi fræðslunetsins, sem dreift hefur verið í hús á Suðurlandi.