- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það er mikill áhugi á leiklistinni sem Leikfélag Austur-Eyfellinga stendur fyrir. Leiðbeinandi er Margrét Tryggvadóttir. Alls eru um 25 krakkar í tveimur hópum sem mæta á mánudögum í Hvolinn. Þarna læra krakkarnir að koma fram, tala skýrt og hrista af sér feimnina. Það voru margir tilvonandi leikarar sem voru á æfingu í gær mánudag og miklir taktar sáust. Á dagskránni hjá hópnum er að vinna að uppsetningu leikrits sem verður sýnt eftir áramótin. Hvetjum alla til þess að fylgjast vel með leikhópnum.