- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Leikskólinn Aldan auglýsir eftir kennurum frá janúar 2024
Leikskólinn Aldan er nýr 8 deilda leikskóli á Hvolsvelli. Þar starfa um 100 börn og 35 starfsmenn. Gildi Öldunnar eru samskipti virðing og samvinna.
Uppeldisstefna Öldunnar byggir á hugmyndafræði hugsmíðahyggju. Hugmyndafræðin felur í sér að börnin séu leitandi og gagnrýnin, tileinki sér þekkingu og skilning með ígrundun, lausnaleit, rökhugsun og að þau læri að nýta sér það í leik og starfi. Að börnin geti tekið ígrundaðar ákvarðanir byggðar á þekkingu þeirra og gildismati.
Leikskólinn er að innleiða jákvæðan aga í starfinu ásamt því að vinna eftir handbók um snemmtæka íhlutun í máli og læsi sem leikskólinn vann sem þróunarverkefni.
100% stöður kennara frá 2. janúar 2024
Starfssvið : Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar og hæfniskröfur:
Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, hreint sakarvottorð og hafa náð þrepi C1 í íslensku samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.
Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2023. Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Umsóknum skal skila ásamt ferilskrá og meðmælum á heimasíðu leikskólans aldan.leikskolinn.is undir flipanum- Um leikskólann – Starfsumsóknir.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og kennarasambands Íslands.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir skólastjóri í síma488 - 4270 eða með tölvupósti á leikskoli@hvolsvollur.is.