Sveitarfélagið Rangárþing eystra óskar eftir áhugasömum einstaklingi eða félagasamtökum, sem starfrækt eru í Rangárþingi eystra, til að sjá um og skipuleggja dagskrá þann 17. júní 2021 á Hvolsvelli. Hægt er að sækja um að halda hátíðina í heild eða hluta hennar.

Hátíðarhöld á þessum degi hafa verið í senn hefðbundin sem og fjölbreytt og skemmtileg og er nauðsynlegt að umsækjendur hafi það að leiðarljósi að dagskráin á að höfða til allra aldurshópa.

Í umsókninni skal koma fram upplýsingar um umsækjanda, ákveðnum hugmyndum að dagskrá og hver sé ábyrgðarmaður. Menningarnefnd fer yfir umsóknir og velur úr en áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari upplýsingum eða hafna öllum.

Nánari upplýsingar og umsóknum skal skila í tölvupósti á arnylara@hvolsvollur.is fyrir 14. maí nk.

f.h. Menningarnefndar

Harpa Mjöll Kjartansdóttir, formaður.