- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Menningarnefnd Rangárþings eystra leitar að áhugasömum aðilum til að sjá um og skipuleggja hátíðarhöld þann 17. júní 2023 á Hvolsvelli.
Til greina kemur að sækja um hátíðina í heild eða hluta hennar. Tilvalið fyrir félagasamtök og/eða hópa að nýta sér til fjáröflunar.
Hátíðarhöld á þessum degi hafa verið í senn hefðbundin sem og fjölbreytt og skemmtileg og er nauðsynlegt að umsækjendur hafi það að leiðarljósi að dagskráin á að höfða til allra aldurshópa.
Nánari upplýsingar gefur markaðs- og kynningarfulltrúi í tölvupósti arnylara@hvolsvollur.is eða í síma 488 4200.
Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið arnylara@hvolsvollur.is fyrir 5. maí nk.