- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það var líf og fjör í sundlauginni á Hvolsvelli þegar diskósund félagsmiðstöðvarinnar Tvisturinn fór fram. Mjög góð mæting var hjá krökkunum en það voru um 60 krakkar sem mættur og skemmtu sér konunglega með tónlist og diskóljósum. Myndirnar tala sínu máli.
Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga strax eftir skóla fyrir nemendur á mið og elsta stigi. Einnig er kvöldopnun alla mánu- og miðvikudaga fyrir nemendur af elsta stigi. Auk þess eru opin hús annað hvert föstudagskvöld. Forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar er Laufey Hanna Tómasdóttir.