- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sveitarfélagið Rangárþing eystra er heilsueflandi sveitarfélag og hefur t.d. gefið starfsmönnum sínum árskort í íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli í jólagjöf undanfarin ár. Starfsmenn hafa verið duglegir að nýta sér kortið sem og stunda aðra hreyfingu og útiveru. Nú er Lífshlaupið í fullum gangi og hafa starfsmenn sveitarfélagsins tekið þátt í því. Í morgun fengu nokkrir af þeim viðurkenningu fyrir þáttökuna og er það þá um leið hvatning fyrir aðra.
Dregið var úr hópi þeirra sem eru skráðir og virkir þátttakendur. Þær heppnu voru,
Tinna Erlingsdóttir starfsmaður Hvolsskóla,
Kolbrá Lóa starfsmaður Kirkjuhvols,
Þórunn Jónsdóttir starfsmaður í Öldunni
Helga Guðrún Lárusdóttir starfsmaður á skrifstofu sveitarfélagsins.
Um leið og við óskum þeim til hamingju bendum við á að við erum hvergi nærri hætt og munum veita fleiri verðlaun í næstu viku. Allir af stað 😊
Fyrir hönd starfshóps um heilsueflandi samfélag Rangárþing eystra,
Ólafur Örn Oddsson