- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Lífshlaupi ÍSÍ lauk þann 27. febrúar sl. en Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Starfsmenn Rangárþings eystra tóku virkan þátt í verkefninu og voru yfir 70 starfsmenn skráðir að þessu sinni og skiluðu inn fjölda mínútna í hreyfingu. Dregin voru út nokkrir starfsmenn sem hluti gjafabréf á íþróttafatnað en núna eftir að Lífshlaupinu lauk voru dregnir út fleiri starfsmenn sem hljóta veglegt lambalæri frá SS. Þau sem höfðu heppnina með sér að þessu sinni voru Svandís og Siggerður Ólöf, starfsmenn Hvolsskóla, Leó Snær starfsmaður leikskólans Öldunnar, Árný Lára á skrifstofunni og Bianca starfsmaður Kirkjuhvols. Við óskum þeim til hamingju og hvetjum alla íbúa til að halda áfram að hreyfa sig.
F.h. starfshóps um Heilsueflandi samfélag
Ólafur Örn Oddsson, formaður.