- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þriðjudaginn 19. mars fór fram bekkjarkeppni í Stóru upplestrarkeppninni. Þar lásu nemendur í 7. bekk bæði brot úr skáldsögu og ljóð að eigin vali og stóðu sig með sóma. Efst stóðu þær Lilja Dögg Ágústsdóttir og Viktoría Vaka Guðmundsdóttir og munu þær keppa fyrir hönd Hvolsskóla þann 8. apríl í Stóru upplestrarkeppninni á okkar svæði en hún verður haldin hér í Hvolsskóla. Varamenn þeirra eru þau Emilía Rós Eyvindsdóttir og Rúnar Þorvaldsson.
Dómarar voru Halldór Óskarsson, Ólafur Örn Oddsson og Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir.