- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Með hertum sóttvarnarreglum er viðbúið að starfsemi stofnanna raskist þar sem gæta verður fjarlægðar og fjölda í hverju rými.
Í Rangárþingi eystra hafa skólayfirvöld gert allt sem að í þeirra valdi stendur til að tryggja að þær aðgerðir sem fara þarf í hafi sem minnst áhrif á börnin og fjölskyldur þeirra. Jákvætt og gott samstarf við foreldra er einnig stór hluti af því að vel hefur gengið að finna lausnir sem veldur eins lítilli röskun og mögulega hægt er á þessum sérstöku tímum.
Skóladagur nemenda í 1-4 bekk er að mestu óbreyttur sem er afar mikilvægt fyrir börnin.
Allir nemendur upp í 7 bekk, að þeim meðtöldum, mæta alla daga í skólann þó að dagurinn styttist örlítið hjá þeim þar sem ekki er hægt að kenna íþróttir, list og verkgreinar vegna blöndunar á hópum.
8-10 bekkur mætir annan hvern dag í skólann og fær fjarkennslu hinn daginn.
Með samstilltu átaki starfsfólks og sjórnenda og með því að að nýta félagsheimili og annað húsnæði sem sveitarfélagið hefur yfir að ráða næst að vinna þetta stóra verkefni á jafn farsælan máta og raun ber vitni.