- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það hefur heldur betur breyst ásýndin í miðbæ Hvolsvallar en sl. miðvikudag voru brúnu húsin tvö sem staðsett voru milli bragga og banka flutt á brott. Krani frá JÁVERK var fenginn til að lyfta húsunum upp á vörubílspall og þau svo flutt á nýja staði. Þetta er í raun hluti af tiltektarátaki í miðbænum en verið er að fara að huga að gatnagerð og uppbyggingu miðbæjarins samkvæmt samþykktu miðbæjarskipulagi.
A húsið verður flutt á lóð í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum en það er í einkaeigu. Húsið sem hýsti pósthúsið fer í endurnýjun lífdaga við Hvolsskóla. Fyrst verður það nýtt fyrir starfsemi leikskólans þar til nýr leikskóli verður tilbúinn en svo mun það nýtast fyrir Hvolsskóla meðan hugað verður að stækkun hans og framkvæmd.
Í kjölfar þess að þessi hús eru nú farin þá verður athugað með hvort hentugra verði að setja upp matarvagnasvæði á þessum stað í sumar, í stað þess að vera með þá sunnan þjóðvegar.