Á þessum árstíma leggja margir leið sína í kirkjugarða sveitarfélagsins til að leggja ljós á leiði ástvina sinna. Í Rangárþingi eystra eru nokkrir kirkjugarðar og til að létta ykkur sporin þá tók Árný Hrund Svavarsdóttir hjá Rafverkstæði Ragnars saman upplýsingar sem snúa að rafmagninu sem er við hvern kirkjugarð.
Breiðabólstaður 32v
Stórólfshvoll 24 v
Nýji kirkjugarðurinn Hvolsvelli 24 v
Akurey 32v og 220v
Kross 32v
Voðmúlastaðir 32 v
Stóridalur 32v
Eyvindarhólar 32v
Gott að hafa þessar upplýsingar og þökkum við Árnýju kærlega fyrir.