- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á Korta- og teikningavef Rangárþings eystra er nú hægt að finna allar lóðir sem að eru lausar til umsókna í sveitarfélaginu hverju sinni. Hægt er að sækja svo beint um lóðirnar á kortavefnum með því að smella á viðkomandi lóð.
Þegar komið er inn á kortavefinn er hakað við Lóðir til úthlutunar í valmyndinni hægra megin á skjánum.
Þá birtast allar þær lóðir sem að eru lausar, hvort sem það eru íbúða-, þjónustu-/atvinnu- eða hesthúsalóðir.
Þegar smellt er á hverja lóð fyrir sig kemur upplýsingasíða um lóðina og þar er svo hægt að smella á umsóknareyðublað til að sækja rafrænt um viðkomandi lóð.