- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Mannamót 2019 var haldið í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 17. janúar. Mannamót er árleg ferðasýning/kaupstefna sem Markaðsstofur landshlutanna halda í samvinnu við Erni og Isavia. Þar gefst fyrirtækjum í ferðaþjónustu á landsbyggðinni tækifæri á að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir aðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrirtæki í Rangárþingi eystra voru fjölmörg á Mannamóti í ár og var gaman að sjá hversu fjölbreytta þjónustu og framboð á vörum er hægt að finna í sveitarfélaginu.