- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nú líður að jólum og ein af jólahefðunum í Rangárþingi eystra er að stórt og myndarlegt grenitré er sett upp á miðbæjartúninu á Hvolsvelli. Síðustu ár hefur tréð komið úr garði íbúa og ef einhver hefur áhuga á að losna við grenitré sem gæti komið til greina sem miðbæjarjólatré má gjarnan hafa samband við Guðrúnu Björk, umhverfis- og garðyrkjustjóra á netfangið gudrunbjork@hvolsvollur.is eða í síma 898 5477. Nauðsynlegt er að grenitréð hafi þéttan og jafnan vöxt til að það henti.