- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Miðbæjarjólatréð í ár er komið á sinn stað við Landsbankann en það voru starfsmenn Áhaldahúsins sem að söguðu það niður og Páll Elíasson hjá Rarik kom og flutti tréð á sinn stað. Sveitarfélagið þakkar Páli og Rarik kærlega fyrir aðstoðina.
Eftir að auglýst var eftir tré sem gæti nýst sem miðbæjarjólatré komu fram nokkrar ábendingar og það var Guðrún Björk Benediktsdóttir, umhverfisstjóri, sem tók trén út og valdi að lokum tré frá þeim hjónum Guðmundu Þorsteinsdóttur og Hauki G. Kristjánssyni, íbúum í Norðurgarði 18.
Nú verður tréð skreytt og kveikt verður á ljósunum miðvikudaginn 23. nóvember nk. klukkan 17:00.