- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þetta fallega minningarspjald sem Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir hannaði verður hengt upp í Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli.
Guðrún Gunnarsdóttir var fædd 5. maí 1958 og lést 27. apríl 1983.
Hún var alin upp á Hvolsvelli og stundaði nám við Hvolsskóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1978 með miklum ágætum og var í námi við Hjúkrunarskóla Íslands þegar hún lést, tæplega 25 ára gömul.
Guðrún var góðum gáfum gædd, tónelsk og stundaði nám við Tónlistarskóla Rangæinga. Gunnar Guðjónsson frá Hallgeirsey faðir hennar var flinkur harmonikkuleikari og samdi dægurlög. Móðir Guðrúnar, Ása Guðmundsdóttir frá Rangá stofnaði Minningarsjóð Guðrúnar Gunnarsdóttur árið 2015.
Sjóðurinn var lagður niður árið 2024 en verðmæti hans var notað til hljóðfærakaupa. Keyptur var bjöllukór til minningar um Guðrúnu. Megi ómur þeirra hljóma sem lengst.
Guð blessi minningu Guðrúnar og foreldra hennar.