- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Minnisblað sveitarstjóra, lagt fram á fundi sveitarstjórnar 9. mars 2023.
Nýsköpunardagur Hvolsskóla
Fimmtudaginn 9. febrúar héldu nemendur í 8-10. bekk Hvolsskóla nýsköpunarsýningu í Hvolnum. Nemendurnir höfðu unnið vikurnar á undan að nýsköpunarverkefni sem gekk þvert á nokkrar námsgreinar sem kendar eru við skólann. Verkefnið snerist um að hanna- og skapa vöru eða þjónustu með einhverja sérstöðu með áherslu á nýsköpun. Óhæt er að segja að dagurinn hafi tekist með eindæmum vel. Kynning nemenda fór fram á sama tíma og sveitarstjórn hélt sinn fund og var gert hlé á fundi til að sveitarstjórnarmenn gætu mætt á sýninguna. Það var virkilega gaman að sjá þann metnað sem nemendur höfðu lagt í verkefnin, gleðin og áhuginn skein úr hverju andliti. Það fær mann jafnframt til þess að velta því fyrir sér hvort að sé ekki akkúrat svona sem skóli og kennsla á að virka, þar sem hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín til fulls. Allavega ég held ég geti fullyrt fyrir hönd sveitarstjórnarmanna að við vorum innblásin og full bjartsýni á framtíðina þega við snérum aftur til okkar fundar. Megi Hvolskóli, starfsfólk og ekki hvað síst nemendur hafa kærar þakkir fyrir þetta flotta verkefni.
Fundur með ráðherra v. sorpbrennslu og svæðisskipulags
Undirritaður sat fyrir skömmu tvo fundi með stuttu millibili með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. Fyrri fundurinn fjallaði um möguleika á því að koma upp fullkominni og öflugri sorpbrennslustöð á Íslandi. Talsverð greiningarvinna fór fram fyrir um tveimur árum þar sem verkefnið var rýnt og gerðar tillögur að fyrirkomulagi. Ljóst er Ísland þ.e. sveitarfélög og ríki þurfa að hafa frumkvæði í þessu máli og vinna það áfram að heilindum. Í dag er staðan sú að mikið magn af sorpi sem ekki er endurnýtanlegt eða endurvinnanlegt er flutt til Evrópu þar sem það er brennt til orkuöflunar. Það sem stundum gleymist oft í umræðu um sorpmál er að þarna erum við að tala um verðmæti. Við eigum og við getum nýtt þessi verðmæti í eigin þágu til orkuöflunar og verðmætasköpunar mun betur heldur en við gerum í dag.
Á seinni fundi með ráðherra fór fram kynning á svæðisskipulagi Suðurhálendis sem verið hefur í vinnslu hjá sveitarfélögum á Suðurlandi um nokkurt skeið. Staða skipulagsins er sú að nýlega var það kynnt á vinnslustigi. Talsverður fjöldi athugasemda frá hinum ýmsu aðilum barst og er verið er að vinna úr athugasemdum.Helstu markmið svæðisskipulagsins eru að samræma stefnu sveitarfélaga á Suðurlandi um skipulagsmál á hálendinum með tilliti nýtingar og verndar, ásamt fjölda annarra þátta. Ég hvet íbúa Rangárþings eystra til þess að kynna sér tillöguna vel og að sjálfsögðu að gera athugasemdir ef þurfa þykir.
Staðfesting aðalskipulags Rangárþings eystra
Þau gleðitíðindi bárust fyrir skömmu að Skipulagsstofnun hefði staðfest nýtt aðalskipulag fyrir Rangárþing eystra. Sveitarfélagið hefur frá því í upphafi síðasta kjörtímabils unnið að heildar endurskoðun skipulagsins. Vinna er mjög umfangsmilkil og að mörgu að hyggja. Enda aðalskipulag eitt af megin stefnumarkandi áætlunum hvers sveitarfélags. Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra sveitarstjórnarfulltrúa, nefndarmanna og starfsmanna sveitarfélagsins sem hafa komið að vinnslu skipulagsins. Það gríðarlega mikilvægt fyrir núverandi sveitarstjórn að hafa skýra sýn sem sett er fram í aðalskipulagi og fylgja henni til næstu ára.
Orkugerðin í Flóa
Rangárþing eystra á hlut í Orkugerðinni í Flóa í gegnum Sorpstöð Suðurland bs. Nýlega var tekin ákvörðun um uppbyggingu og talsverða stækkun á verksmiðjunni. Í Orkugerðinni fer fram mjög merkileg framleiðsla, þar sem verðmæti eru unnin úr úrgangi frá sláturhúsum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Unnið er kjötmjöl sem nýtt er sem áburður og fita sem að mestu er flutt út til Evrópu sem orkugjafi. Því má með sanni segja að Orkugerðin sé til fyrirmyndar þegar kemur að hringrásarhagkerfinu og allt hráefni er nýtt til hins ítrasta. Verið er að kanna enn fleiri möguleika á uppbyggingu verksmiðjunnar til framtíðar. Rekstur verksmiðjunnar var þungur framan af, en það hefur snúist við og er hún nú farin að skila arði til eigenda sinna.
Fundur með íþróttafélögum í Rangárvallasýslu
Þann 21. febrúar var haldinn sameiginlegur fundur með fulltrúm sveitarfélaga og íþróttafélaga í Rangárvallasýslu. Á fundinum var fjallað um kosti og galla sameiningar félaganna. Skýrt var tekið fram á fundinum að það væri ekki þrýstingur af hálfu sveitarfélaganna á svæðinu um sameiningu, heldur væru sveitarfélögin tilbúin til að halda utan um vinnu og aðstoða við hana ef félögin teldu það vænlegt og yrði félögunum og starfi þeirra til góða. Ákveðið var að félögin myndu taka málið upp á sínum aðalfundum sem nú standa yfir.
Heimsókn ráðherra í Rangárþing eystra
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var með skrifstofu sína á skrifstofu Rangárþings eystra, Hvolsvelli sl. fimmtudag. Dagurinn byrjaði með fundi ráðherra og sveitarstjórnar, voru hin ýmsu mál rædd sem snerta bæði ríki og sveitarfélög er varða nýsköpun, menntamál ofl. Ljóst er að tækifæri okkar hér í Rangárþingi eystra eru mikil og ánægjulegt að heyra velvilja ríkisins til þess að nýta þau tækifæri. Eftir fund með sveitarstjórn bauð ráðherra upp á opna viðatalstíma sem voru vel sóttir. Deginum var síðan varið í heimsóknir til hinna ýmsu fyrirtækja á svæðinu þar sem sköpuðust góðar umræður og fullt af góðum hugmyndum sem vinna má áfram. Miðað við þann fjölda fyrirtækja og stofnanna sem á okkar svæði eru starfandi er ljóst að einfalt mál hefði verið að skipuleggja mun fleiri daga til að kynna fyrir ráðherra öll þau frábæru verkefni sem í gangi eru í sveitarfélaginu okkar. Að öðrum ólöstuðum stóð þó uppúr heimsókn ráðherra í Hvolsskóla þar sem vinningslið ásamt kennara þeirra kynntu sínar hugmyndir af vörum- eða þjónustu sem unnin voru í nýsköpunarverkefni Hvolsskóla. Ég færi ráðherra kærar þakkir fyrir heimsókn sína hingað í Rangárþing eystra og hvet aðra ráðamenn til þess að sækja okkur heim og kynna sér það sem við höfum fram að færa.
Fundur með umhverfisnefnd Hvolsskóla
Umhvefisnefnd Hvolsskóla kom til fundar við undirritaðan á dögunum. Þar var starfsemi sveitarfélagins í grófum dráttum kynnt fyrir þeim og svo höfðu þau hinar ýmsu spurningar og ráðleggingar fram að færa. Það er alltaf gaman að taka á móti unga fólkinu okkar, þau hafa skíra sýn á málin og þora að segja það sem þeim í hjarta býr. En nú er þá að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu, því án efa verður rukkað eftir þeim á okkar næsta fundi.
Hjólastígur milli Hvolsvallar og Hellu
Vinna við fyrirhugaðan hjólastíg á milli Hvolsvalla og Hellu heldur áfram. Í vikunni var fundað með hönnuðum og Landsneti. Fyrirhuguð stíglagning kemur í kjölfar áforma Landsnet um lagningar jarðstrengs frá Hellu í Rimakot, til að nýta samlegðaráhrif. Hönnun og lega stígsins liggur fyrir og verið er að vinna í að ná samkomulagi við landeigendur um lagningu stígsins. Landsnet hefur hug á því að hefja sínar framkvæmdir nú þegar vorar.
Að lokum
Talsverð veikindi hafa verið að ganga yfir samélagið okkar undanfarnar vikur. Að sjálfsögðu getur það orðið til þess að það komi til skerðingar á hinni ýmsu þjónustu t.d. eins og nýlegt dæmi sannar þegar loka þurfti deild á leikskóla vegna manneklu. Við þessu er lítið að gera annað en að óska þeim sem veikjast góðan og skjótan bata og vona að íbúar síni stöðunni skilning.
Anton Kári Halldórsson
Sveitarstjóri Rangárþings eystra