- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það má með sanni segja að íbúar Rangárþings eystra hafi verið duglegir að nýta sér þau útivistarsvæði og göngustíga sem í boði eru um allt sveitarfélag.
Nú þegar dagurinn er styttri og orðið virkilega dimmt snemma er nauðsynlegt að minna á að nota endurskin, hvort sem það er endurskinsmerki eða vesti. Það munar öllu því ökumenn sjá gangandi og hjólandi vegfarendur með endurskin 5x fyrr heldur en þá sem ekki erum með neitt. Einnig má fá fín endurskinsvesti á ferfætlinga þegar þeir eru með í för á dimmustu tímunum.
Verum ábyrg og sjáumst í myrkrinu.