Ólafur Elí Magnússon, íþróttakennari á Hvolsvelli, er einn af þremur tilnefndum sem Íþróttaeldhugi ársins hjá ÍSÍ.

Íþróttaeldhugi ársins er valinn úr röðum sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni. Þetta er annað árið í röð sem verðlaunin eru veitt en Akureyringurinn Haraldur Ingólfsson hrepptu þau í fyrra.

Óli Elí er afar vel að þessari tilnefningu kominn enda hefur hann unnið ötullega að íþróttastarfi í Rangárþingi eystra um árabil. Íþróttaskóli Óla Elí hefur verið starfræktur í yfir 25 ár en einnig hefur Óli þjálfað glímu, borðtennis, blak, badminton. Ófáir hafa líka notið stærðfræðikennslu hjá Óla.

Rangárþing eystra óskar Ólafi Elí innilega til hamingju með tilnefninguna.

 https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/2023-12-29-thrju-tilnefnd-sem-ithrottaeldhugar-arsins-400878